11.1.13

BACK TO SCHOOL

Ég hef verið í fjarnámi síðasta árið að safna einingum en ákvað að nú væri tími til kominn að drífa sig að klára skólann! Ég hóf nám við Tækniskólann í Reykjavík á Hönnunarbraut í vikunni og mun klára stúdentspróf samhliða því. Vinnufyrirkomulagið breyttist hjá mér í kjölfarið og ég var hliðruð til og er núna í skemmtilegu skrifstofudjobbi sem ég get að hluta til unnið heima. Ég hef lengi langað í fallegt skrifborð og núna er kominn tími til að fara í þær framkvæmdir. Inn af borðstofunni hjá mér er frekar dautt svæði þar sem hægt er að útbúa fallega og notalega skrifstofuaðstöðu. Það helsta sem er á óskalistanum er fallegur gólflampi (enn ekki búið að tengja loftljós inn í borðstofu, gólflampi kæmi sér afar vel) og gott skrifborð. Hér eru nokkrar myndir sem hafa gefið mér innblástur. 

// I'm back in school and so I need a new desk to work and study on. I have space at the end of my long dining room where I can create a little office space. Here are a few offices that I've pinned to my mood board. 
| 1 |  | 3 | 

4 comments:

 1. Dugleg. Eigum bord og lampa fyrir tig :-*

  ReplyDelete
 2. Gott að vita af því - heyrumst betur með það! <3

  ReplyDelete
 3. Þú þarft að setja inn fyrir og eftir mynd þegar vinnuaðstaðan er tilbúin :-)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sjálfsögðu, læt inn myndir þegar ég er búin að klára hana alveg :)

   Delete

Thank you for leaving a comment, I love to hear from you!