17.1.14

OCTA BY DAGNÝ BJÖRG

Ég hef minnst á kollinn áður en aldrei sýnt hann vel. Ég á ennþá eftir að fá vin minn til að mynda kollinn almennilega fyrir mig en hér höfum við bara iPhone myndir. Það dugar í bili. Kollinn hannaði ég fyrir lokaverkefni í skólanum á síðustu önn. Í hönnunarferlinu lék ég mér mikið með formið á setunni sem tók á sig hinar ýmsu myndir. Lokaniðurstaðan var átthyrnd seta og frekar einfaldir fætur undir. Kollurinn er unninn úr birki krossviðsplötu sem gefur fallega ljósa áferð en einnig hef ég látið lakka hann í svörtu og hvítu. Ef þið hafið áhuga á að eignast eintak endilega hafið samband og ég gef ykkur allar helstu upplýsingar.

|| I've mentioned this stool before but I've never shown it properly. I have not yet gotten it photographed so iPhone pictures will do for now. The seat is octagonal with rather simple legs. It's made out of birch plywood which gives the chair a nice, light texture but I've also have had it spray painted in black and white. 10 comments:

Thank you for leaving a comment, I love to hear from you!